Ferill 762. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1156  —  762. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um fæðingarstyrki og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hversu margir foreldrar alls fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og fæðingarstyrki á árunum 2018–2023, skipt eftir aldurshópunum yngri en 20 ára, 20–29 ára, 30–39 ára og 40 ára og eldri? Hvernig er kynjaskiptingin í hverjum hópi fyrir sig?
     2.      Hversu margir þessara foreldra fengu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, skipt á sama hátt eftir aldurshópum og kyni?
     3.      Hversu margir foreldranna fengu annars vegar fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar og hins vegar fæðingarstyrk námsmanna, skipt eftir aldurshópum og kyni?
     4.      Hversu mörgum umsóknum foreldra um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og fæðingarstyrki var hafnað, skipt eftir aldurshópum og kyni?


Skriflegt svar óskast.